Nokia Bluetooth Headset BH 216 - Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki

background image

Upplýsingar um rafhlöðu og hleðslutæki

Þetta tæki er með innbyggða, fasta,
endurhlaðanlega rafhlöðu. Ekki reyna að
fjarlægja rafhlöðuna úr tækinu þar sem

það getur skemmt tækið. Tækið er ætlað
til notkunar þegar það er hlaðið með
eftirfarandi hleðslutækjum: AC-3, AC-4,

background image

ÍSLENSKA

AC-5, AC-8 og DC-4. Númer
hleðslutækisins getur verið mismunandi
eftir klónni sem er notuð. Gerð klóarinnar
er auðkennd með einu af eftirfarandi:
E, EB, X, AR, U, A, C eða UB. Hægt er að
hlaða og afhlaða rafhlöðu nokkur
hundruð sinnum en að því kemur að hún
gengur úr sér. Aðeins skal endurhlaða
rafhlöðuna með hleðslutækjum sem
Nokia hefur samþykkt til notkunar með
þessu tæki. Notkun ósamþykktra
hleðslutækja getur valdið eldhættu,
sprengingu, leka eða haft aðra áhættu
í för með sér.

Ef verið er að nota rafhlöðu í fyrsta skipti,
eða ef rafhlaðan hefur ekki verið notuð
í langan tíma, kann að vera nauðsynlegt
að tengja hleðslutækið, aftengja það
síðan og tengja það aftur til að hefja
hleðsluna. Ef rafhlaðan er alveg tóm
geta liðið nokkrar mínútur þar til
hleðsluvísirinn birtist á skjánum.

Taka skal hleðslutækið úr sambandi við
rafmagnsinnstungu og tækið þegar það
er ekki í notkun. Ekki má hafa fullhlaðna

rafhlöðnu í sambandi við hleðslutæki þar
sem ofhleðsla getur stytt líftíma hennar.
Fullhlaðin rafhlaða tapar hleðslunni
smátt og smátt ef hún er ekki í notkun.

Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf höfð
í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (frá 59°F
að 77°F). Of mikill hiti eða kuldi draga úr
endingu og líftíma rafhlöðu. Tæki með
heitri eða kaldri rafhlöðu kann að hætta
að starfa tímabundið. Einkum hefur
mikið frost takmarkandi áhrif á rafhlöður.

Ekki má fleygja rafhlöðum í eld þar sem
þær geta sprungið. Rafhlöður geta einnig
sprungið ef þær skemmast.

Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki.

Mikilvægt: Tal- og biðtíminn
er aðeins til viðmiðunar og er
breytilegur allt eftir álagi

á kerfið, þeim eiginleikum símans sem
notaðir eru, aldri og ástandi
rafhlöðunnar, hitastigi hennar og
mörgum öðrum þáttum. Lengd símtala
hefur áhrif á biðtíma tækisins.
Sömuleiðis hefur það hversu lengi er

background image

ÍSLENSKA

kveikt á tækinu og biðtími þess áhrif
á taltíma.